Rólegt og milt en síðdegisskúrir líklegar

Búist er við síðdegisskúrum.
Búist er við síðdegisskúrum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skilin sem ollu leiðindaveðri í gær fjarlægjast landið smám saman. Búist er við rólegu veðri í dag en líkur eru þó á síðdegisskúrum víða. 

Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart á köflum. Hiti á bilinu 8 til 17 stig. Svalast verður í þokunni við norður- og austurströndina. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Hiti lækkar á morgun

Reiknað er með hægri norðlægri eða breytilegri átt á morgun, skýjað verður með köflum norðan- og austanlands en yfirleitt þurrt, þó verður einhver rigning fyrir austan fram eftir degi. Hiti lækkar og kólnar í veðri. 

Bjart verður á Suður- og Suðvesturlandi og áfram milt veður í kortunum, stöku síðdegisskúrir þó líklegar. 

Svöl norðvestlæg átt og lítils háttar væta víða um land á fimmtudag. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert