Alvarlegt vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í Grindavík þegar starfsmaður í Ægi sjávarfangi festi hendi í vinnuvél.
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um málið klukkan 10.47. Viðbragðsaðilar fóru þegar á vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítalann í Fossvogi.
Lögreglan greinir frá slysinu í tilkynningu.
Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka slysið.
Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um slysið.