Aðgerðum lögreglunnar í Vogahverfi í Reykjavík er lokið en í tilkynningu kemur fram að enginn hafi verið handtekinn í aðgerðunum og endirinn verið farsæll.
Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að um hafi verið að ræða mann í ójafnvægi og honum hafi verið komið undir læknishendur. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að sérsveitin hafi verið kölluð út til að aðstoða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðum við Karfavog í Vogahverfi.
Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta.