Eldur við Hallgerðargötu: Herbergið mikið skemmt

Eldur kom upp við Hallgerðargötu.
Eldur kom upp við Hallgerðargötu. mbl.is/Eyþór

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði við Hallgerðargötu. Útkallið barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu laust eftir hádegi. Engin slys urðu á fólki en töluverður eldur var í einu herbergi.

Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgasvæðinu, í samtali við mbl.is. 

Við sendum allar stöðvar á staðinn, það voru ungir einstaklingar sem tilkynntu. Þegar við komum þá var reykur og svartur gluggi á efri hæð þarna. Eldur reyndist bara vera inni í einu herbergi og er það mikið skemmt.“

Eldsupptök óljóst

„Engin slys urðu á fólki og það er búið að slökkva og þeir eru bara í reykræstingu og svo frágangi. Gekk fljótt og vel,“ segir Sigurjón en ungir krakkar hafi tilkynnt um eldsvoðann. 

„Við sendum að minnsta kosti tvo, þrjá sjúkrabíla og fjóra dælubíla. Við sendum bara það sem við eigum til af stað og svo drögum við bara úr.“

„Þetta var töluverður eldur í einu rými en það tókst að koma hratt og vel fyrir það, það er fyrir öllu,“ segir Sigurjón en ekki liggur fyrir hver eldsupptök voru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert