Hakakross blasir við á nýmálaðri regnbogagötu

Ýmis níðyrði og tákn höfðu verið máluð á regnbogagötuna í …
Ýmis níðyrði og tákn höfðu verið máluð á regnbogagötuna í næturskjóli. Samsett mynd

Regnbogafáni sem málaður var á götu í Hveragerði í gærkvöldi varð fyrir skemmdarverkum í nótt. 

Þessu greindi bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Pétur G. Markan, frá í Facebook-færslu í morgun en hann málaði sjálfur götuna ásamt „hugsjónaungviði og eldri eldhugum“ í gærkvöldi.

„Þetta er fyrst og fremst áminning um að frelsi og friður og virðing eru ekki sjálfgefinn hlutur heldur stöðug vinna og barátta,“ segir Pétur í samtali við blaðamann mbl.is.

Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Fáninn verði gerður stærri og bjartari fyrir vikið

Hann segir fánann einungis verða málaðan stærri fyrir vikið og bæjarfélagið ætla að mæta hatrinu með enn meiri birtu og kærleika.

„Hvergerðingar eru slegnir yfir þessu, en það er mikill kraftur til að takast á við svona lagað hér.“

„Þetta blasti síðan við í morgun. Það þýðir aðeins eitt, regnboginn verður gerður stærri og bjartari - skínandi fallegur. Í morgun vorum við áminnt um að baráttan heldur áfram,“ segir Pétur.

„Í Hveragerði gefum við þeim blóm sem haga sér svona, rétt eins og Hörður Torfa söng um.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert