Lögregluaðgerð á Höfn

Samkvæmt heimildum mbl.is eru nokkrir lögreglumenn við smábátahöfnina.
Samkvæmt heimildum mbl.is eru nokkrir lögreglumenn við smábátahöfnina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögregluaðgerð stóð yfir á Höfn í Hornafirði í kvöld. 

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Málið tengist báti sem kom til Hafnar í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is voru nokkrir lögreglumenn við smábátahöfnina í bænum í kvöld. Málið er til skoðunar hjá lögreglu.

Mbl.is birti frétt um málið fyrr í kvöld, en hún var tekin út að beiðni lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert