„Það hvernig þú orðar hlutina skiptir auðvitað gífurlega miklu máli.“
Þetta segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Magnea er gestur Dagmála og ræðir þar um ástandið í Ísrael og Palestínu og viðbrögð alþjóðasamfélagsins á síðustu tíu mánuðum.
Segir Magnea til að mynda mun á því hvort notast sé við orð eins og „létust“ eða „voru drepnir“.
Dæmi um vægi orðalags megi sömuleiðis sjá í því að fjölmiðlar nefni gjarnan að heilbrigðisráðuneytið á Gasa sé undir stjórn Hamas-samtakanna þegar þeir styðjist við tölur frá þeim um fjölda fallinna.
„Þá er sérstaklega tekið fram að heilbrigðisráðuneytið sé undir stjórn Hamas og þar með í rauninni gefið í skyn að þetta séu ekki áreiðanlegar tölur,“ segir Magnea.
„En það er ekki rætt um það hvernig Sameinuðu þjóðirnar og aðrir, meira að segja bandarísk stjórnvöld, telja að tölurnar séu réttar.“
Áskrifendur geta horft á viðtalið við Magneu í heild sinni hér: