Í maímánuði fengu um 2.200 manns laun frá vinnuveitendum í Grindavík, en í október fengu rúmlega 2.600 manns laun, sem gerir um 17,8% fækkun launþega.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem safnar mánaðarlegum upplýsingum um fjárhagsleg afdrif fólks sem hafði búsetu eða starf í Grindavík í október 2023. Upplýsingum er safnað í þeim tilgangi að fylgjast með hvernig fólki sem orðið hefur fyrir beinum áhrifum af jarðhræringum og eldgosum við bæinn reiðir af.
Í tilkynningu segir að í hópi þeirra 2.600 sem fengu laun frá vinnuveitendum í Grindavík í október, áður en að jarðhræringar hófust, höfðu um 280 af þeim fengið greidd laun frá vinnuveitendum utan Grindavíkurbæjar. Í maí voru þeir orðnir 220 fleiri eða um 500 manns.
Af þeim 2.600 sem störfuðu hjá vinnuveitendum í Grindavík í október fengu 50 manns greiddar atvinnuleysisbætur í maí. Þá fengu 150 manns greiddan launastuðning en að öllu óbreyttu mun launastuðningur fyrir Grindvíkinga vera út ágústmánuð.