Vantar næturvörð í Ráðhúsið?

mbl.is/Jón Pétur

Innbrot í Ráðhúsið í síðustu viku hefur vakið upp spurningar um hvernig öryggismálum þar sé háttað.

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar staðfesti við Morgunblaðið á laugardag að tveir menn hefðu brotist inn í húsið í gegnum bílakjallara Ráðhússins.

Öryggismiðstöðin hafi mætt á svæðið um 40 mínútum eftir innbrotið, en þá voru mennirnir hvergi sjáanlegir.

Lögreglan sagði að búið væri að bera kennsl á mennina og að málið væri í rannsókn. Verið er að endurskoða öryggismál Ráðhússins almennt.

Á fundum eða í fríi

Eftir að fréttin birtist bárust Morgunblaðinu ábendingar um að húsvörðum Ráðhússins hefði verið sagt upp í sparnaðarskyni og að enginn næturvörður væri í húsinu.

Morgunblaðið leitaði ítrekað eftir staðfestingu frá Reykjavíkurborg um hvort rétt sé að engir verðir séu í húsinu.

Þau svör sem fengust voru á þá leið að þeir sem gætu svarað fyrir það væru annaðhvort í fríi eða á fundi. Lögð voru inn skilaboð en þeim ekki svarað.

Skiptiborð neitaði blaðamanni um samband við skrifstofu borgarstjóra og því borið við að enginn svaraði þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert