Hæglætisveður um helgina en einhver rigning

Fínt veður ætti að vera um helgina.
Fínt veður ætti að vera um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búist er við hæglætisveðri á landinu um helgina, skýjað verður þó með köflum og einhver væta af og til. Þá er fremur þungbúið og svalt á norðanverðu landinu í dag en léttir til og hlýnar á morgun. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings. 

Djúp lægð nálgast svo austanvert landið á mánudag, því fylgir strekkings norðanátt og rigning austast en hægari vindur og lítil úrkoma annars staðar. Svalt verður fyrir norðan og austan en lægðin ætti að fjarlægjast landið á þriðjudag og ætti veður að skána við það. 

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert