Alldjúp lægð nálgast landið

Úrkomuspá klukkan 16 í dag.
Úrkomuspá klukkan 16 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

„Alldjúp lægð nálgast landið úr suðri. Það fer að rigna í norðaustan kalda eða stinningskalda, en hvassviðri suðaustan til seinnipartinn og er gul viðvörun í gildi fyrir það svæði.“

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands, um veður á landinu í dag.

Þar segir einnig að búast megi við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum. Ekki byrji að rigna vestanlands fyrr en í kvöld.

Lægðin norður fyrir land

Spáð er að lægðin hreyfist norður yfir land á morgun og í kjölfarið snúist í vestlæga átt, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s.

Þá verði dálítil væta víða um land, síst norðaustan til. Hiti 8-16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert