Hátt í 140 konur bíða eftir brjóstaminnkun

Unnið er að átaki til að stytta biðtímann.
Unnið er að átaki til að stytta biðtímann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á annað hundrað konur voru í janúar á biðlista eftir brjóstaminnkun á Íslandi.

Þetta kemur fram í svari Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

„Í janúar biðu 138 konur eftir brjóstaminnkun á Landspítala og ein kona á Sjúkrahúsinu á Akureyri samkvæmt mælaborði um bið eftir heilbrigðisþjónustu sem finna má á vef embættis landlæknis,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.

Krafa um BMI-stuðul innan við 27

Fram kemur að Landspítalinn hafi unnið að átaki til að stytta biðtíma eftir slíkum aðgerðum með því að leigja afnot af skurðstofu utan spítalans.

„Það verkefni gengur vel og er gert ráð fyrir að biðtími eftir umræddum aðgerðum verði innan viðmiðunarmarka við lok árs 2024.“

Gerð er krafa um sjúklingar séu með BMI-stuðul innan við 27 og er sú þyngdarkrafa í samræmi við kröfur opinberra sjúkrahúsa á Norðurlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert