Heilbrigðisráðuneytið og stofnanir þess eyddu tæplega 95 milljónum króna í auglýsingagerð og kynningarmál á síðasta ári. Þar af eyddi Landspítalinn hátt í 28 milljónum króna og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tæplega 22 milljónum.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fyrr á árinu fram fyrirspurn til allra ráðherra um kostnað við auglýsingagerð og kynningarmál.
Fimm ráðuneyti hafa svarað fyrirspurninni en hjá nokkrum ráðuneytum var fyrirspurnin felld niður vegna ráðherraskipta.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og stofnanir þess eyddu ríflega 56 milljónum króna í auglýsingagerð og kynningarmál á síðasta ári.
Á sama tíma eyddi félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og stofnanir þess rúmlega 55 milljónum króna.
Kostnaður utanríkisráðuneytisins vegna auglýsingagerðar og kynningarmála var rétt rúmlega 6 milljónir króna.
Í tilfelli umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins eru 13 stofnanir sem voru tilteknar vegna fyrrnefnds kostnaðar. Úrvinnslusjóður var sú stofnun sem eyddi mestum fjármunum í auglýsingagerð og kynningarmál en kostnaðurinn nam 28.438.252 krónum.
Þar af fóru fjármunir í ýmis verkefni eins og til dæmis:
Hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu voru átta stofnanir tilteknar og kostnaður þeirra vegna auglýsingagerðar og kynningarmála sundurliðaður.
Mestur var kostnaðurinn hjá Vinnueftirlitinu, eða tæplega 35 milljónir króna. Kostnaður fór í ýmis verkefni eins og til dæmis: