Hátt í 95 milljónir fóru í auglýsingakostnað

Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Heilbrigðisráðuneytið og stofnanir þess eyddu tæplega 95 milljónum króna í auglýsingagerð og kynningarmál á síðasta ári. Þar af eyddi Landspítalinn hátt í 28 milljónum króna og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tæplega 22 milljónum.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fyrr á árinu fram fyrirspurn til allra ráðherra um kostnað við auglýsingagerð og kynningarmál.

Fimm ráðuneyti hafa svarað fyrirspurninni en hjá nokkrum ráðuneytum var fyrirspurnin felld niður vegna ráðherraskipta.

Tvö ráðuneyti eyddu á sjötta tug milljóna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og stofnanir þess eyddu ríflega 56 milljónum króna í auglýsingagerð og kynningarmál á síðasta ári.

Á sama tíma eyddi félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og stofnanir þess rúmlega 55 milljónum króna.

Kostnaður utanríkisráðuneytisins vegna auglýsingagerðar og kynningarmála var rétt rúmlega 6 milljónir króna.

Úrvinnslusjóður minnir á flokkun

Í tilfelli umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins eru 13 stofnanir sem voru tilteknar vegna fyrrnefnds kostnaðar. Úrvinnslusjóður var sú stofnun sem eyddi mestum fjármunum í auglýsingagerð og kynningarmál en kostnaðurinn nam 28.438.252 krónum.

Þar af fóru fjármunir í ýmis verkefni eins og til dæmis:

  • 2,6 milljónir króna í: „All­an hring­inn, vit­und­ar­vakn­ing vegna flokk­un­ar“.
  • 19,8 milljónir króna í „Til­tal – kynn­ing­ar­efni um áhrif einnota plasts á náttúru“.
  • 4 milljónir í styrk fyrir sjónvarpsþáttagerð um hringrásarhagkerfið.

35 milljónir hjá Vinnueftirlitinu

Hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu voru átta stofnanir tilteknar og kostnaður þeirra vegna auglýsingagerðar og kynningarmála sundurliðaður.

Mestur var kostnaðurinn hjá Vinnueftirlitinu, eða tæplega 35 milljónir króna. Kostnaður fór í ýmis verkefni eins og til dæmis:

  • 17 milljónir í: „Tök­um hönd­um sam­an: Efl­um heil­brigða vinnustaðamenn­ingu“.
  • 12,3 milljónir í: „Tök­um hönd­um sam­an: Gríp­um til aðgerða gegn kyn­ferðis­legri áreitni“.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert