Gísli Pálmi sviptur ökurétti til ársins 2030

Rapparinn Gísli Pálmi hefur langan sakarferil að baki sér.
Rapparinn Gísli Pálmi hefur langan sakarferil að baki sér. mbl.is/Eggert

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson hefur verið sakfelldur fyrir umferðarlagabrot og gert að greiða 420 þúsund króna sekt.

Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á mánudag.

Héraðsdómur sakfelldi Gísla Pálma fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna um Klapparstíg við Njálsgötu í Reykjavík í janúar á þessu ári. Gísli Pálmi var jafnframt sviptur ökurétti í þrjú ár frá maí 2027.

Þar sem Gísli Pálmi sótti ekki dómþing við þingfestingu málsins var málið dæmt án þess að hann hefði tekið til varnar. Var háttsemin því talin sönnuð.

Samkvæmt dómnum hefur Gísli Pálmi langan sakarferil að baki sem nær allt til ársins 2012. Hann var sviptur ökurétti í þrjú ár árið 2023. Hann gekkst undir lögreglustjórasátt fyrr á árinu og var hann þá sviptur ökurétti í níu mánuði frá ágúst 2026.

Hafði þetta áhrif á ákvörðun refsingar Gísla Pálma í þessu máli. 

Gísli Pálmi ræddi op­in­skátt um eit­ur­lyfja­neyslu í viðtali við Óla Palla á Rás 2 árið 2015. Fyrsta plata hans kom út í apríl það ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert