Skjálfti í Mýrdalsjökli

Horft yfir Mýrdalsjökul.
Horft yfir Mýrdalsjökul. mbl.is/RAX

Skjálfti af stærð 3,0 varð í Mýrdalsjökli nú síðdegis, kl. 16.55.

Einn eftirskjálfti fylgdi undir einum að stærð og enginn órói hefur fylgt í kjölfarið, að því er Veðurstofan greinir frá í tilkynningu.

Tekið er fram að skjálftar af þessari stærð séu algengir í Mýrdalsjökli. Síðast varð þar skjálfti yfir þremur að stærð þann 19. júní, en sá var 3,3 að stærð.

Hlaup kom undan jöklinum í júlí og olli töluverðum skemmdum, sem enn eru ekki að fullu ljósar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert