Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling fyrir innbrot í bílasölu, í gærkvöldi eða í nótt. Þjófnum tókst að hafa á brott með sér tvo kassa fulla af bíllyklum.
Var hann handtekinn skammt frá bílasölunni og tókst lögreglunni að endurheimta lyklanna, að því er segir í dagbók lögreglu.
Þar segir einnig frá umferðareftirliti lögreglunnar í Hafnarfirði. Þar mældist ökumaður á 151 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Tveir til viðbótar voru teknir á 120 km/klst.