Ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins flaug með Landhelgisgæslunni og vísindamönnum yfir eldgosið á Reykjanesskaga nú á þriðja og fjórða tímanum í nótt. Þar má vel sjá hvernig krafturinn í gosinu er nú að mestu í norðurhluta fyrri gossprungunnar. Einnig er nokkur virkni í nýrri sprungu sem er norðan megin við þá fyrri. Hins vegar er virknin nokkuð minni í suðurhlutanum.
Þá sést einnig vel hvernig hraunið rennur bæði til austurs og vestur frá gossprungunni og á einni mynd má sjá þegar nýrri vefmyndavél er komið niður á Stóra-Skógfelli, en hún á að ná sjónarhorni á gosstöðvarnar sem aðrar myndavélar ná illa.