„Það er ágætis kvikustrókavirkni“

Enn gýs á Reykjanesskaga.
Enn gýs á Reykjanesskaga. mbl.is/Árni Sæberg

Svipuð staða er á eldgosinu í Sundhnúkagígum og í gærkvöldi. Enn gýs á tveimur stöðum og hraun rennur til norðvesturs.

Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Það er ágætis kvikustrókavirkni. Það sést nokkuð vel frá Reykjanesbraut,“ segir Sigríður.

Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda kl. 8 og fara yfir stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka