Stærsti skjálftinn síðan á fimmtudag

Gosið hófst á fimmtudag.
Gosið hófst á fimmtudag. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálfti af stærðinni 2,2 mældist í kvikuganginum norður af Stóra-Skógfelli klukkan tvö í nótt. Um er að ræða stærsta skjálftann á svæðinu síðan á fimmtudag.

Þetta segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Á fimmtudagskvöld mæld­ist skjálfti af stærðinni 4,1 og voru upp­tök hans 3 km norðaust­ur af Stóra-Skóg­felli. 

Byrndís segir enn stöðuga virkni í eldgosinu sem hófst á fimmtudagskvöld. Hún segir lítið hafa breyst síðan í gær.

Jarðskjálfta­virkni á svæðinu hefur verið lít­il síðan að gosið hófst, ein­staka skjálft­ar hafi mælst norður af Stóra-Skóg­felli og við Fagra­dals­fjall. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert