Fimm höfðu heppnina með sér

Vinningshafarnir fá í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund …
Vinningshafarnir fá í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum upp í rúmar 900 þúsund krónur. mbl.is/Golli

Íslenskir tipparar byrja tímabilið í enska boltanum vel en á laugardaginn voru fimm tipparar með alla 13 leikina rétta á getraunarseðlum sínum.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að vinningshafarnir fái í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum upp í rúmar 900 þúsund krónur.

Þeir getspöku styðja meðal annars við bakið á FH, ÍBV, Austra og Golfklúbb Vatnsleysustrandar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert