HÍ styrkir 27 stúlkur og fjóra pilta

Styrkþegar ásamt rektor og stjórn sjóðsins.
Styrkþegar ásamt rektor og stjórn sjóðsins. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Háskóli Íslands stóð fyrir athöfn í dag þar sem 31 nýnemi við skólann, sem náð hefur framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs, tók við styrk úr afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ.

Styrkþegarnir koma úr öllum landshlutum og innritast í námsleiðir á öllum fimm fræðasviðum skólans, að því er segir í tilkynningu.

Athygli vekur að um er að ræða fjóra pilta og 27 stúlkur.

Kynjamunur í íslenska skólakerfinu hefur enda á undanförnum árum mælst mikill í samanburði við önnur lönd.

Til að mynda búa 47% fimmtán ára drengja hér­lend­is ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi, en hlutfallið á meðal stúlkna er 32%.

Einnig litið til frammistöðu á öðrum sviðum

Í tilkynningu segir að sjóðurinn hafi verið settur á laggirnar árið 2008. en úthlutað var úr honum í sautjánda sinn í dag. Frá upphafi hafi hátt í 500 framúrskarandi námsmenn hlotið styrki úr sjóðnum.

„Auk námsárangurs á stúdentsprófi er litið til frammistöðu á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum, við úthlutun úr sjóðnum. Hann styrkir einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig afar vel í námi,“ segir í tilkynningunni.

Að þessu sinni hafi alls borist 76 umsóknir um styrki úr sjóðnum.

Rúmar 11,6 milljónir króna

„Því var úr vöndu að ráða fyrir stjórn sjóðsins sem veitti að þessu sinni 31 nýnema við Háskóla Íslands styrk. Þeir koma úr 15 framhaldskólum og í hópi þeirra eru 13 dúxar og semidúxar. Styrkupphæð hvers og eins nemur 375 þúsund krónum og heildarupphæð styrkjanna er því rúmar 11,6 milljónir króna.“

Styrkþegarnir eru eftirfarandi:

  • Anna Lára Grétarsdóttir
  • Álfrún Lind Helgadóttir
  • Embla Sól Óttarsdóttir
  • Eygló Hildur Ásgeirsdóttir
  • Eowyn Marie Alburo Mamalias
  • Gabríela Albertsdóttir
  • Guðmunda Þórunn Þorvarðardóttir
  • Helga Kolbrún Jakobsdóttir
  • Helga Viðarsdóttir
  • Herdís Pálsdóttir
  • Hildur Vala Ingvarsdóttir
  • Inga Rakel Aradóttir
  • Ingibjörg Ólafsdóttir
  • Ingunn Guðnadóttir
  • Jóanna Marianova Siarova
  • Karina Olivia Haji Birkett
  • Katrín Hekla Magnúsdóttir
  • Lilja Jóna Júlíusdóttir
  • Lúcía Sóley Óskarsdóttir
  • Magnús Máni Sigurgeirsson
  • Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir
  • María Björk Friðriksdóttir
  • María Margrét Gísladóttir
  • Nazi Hadia Rahmani
  • Ólafía Guðrún Friðriksdóttir
  • Ragna María Sverrisdóttir
  • Sigrún Edda Arnarsdóttir
  • Sveinn Jökull Sveinsson
  • Todor Miljevic
  • Tómas Böðvarsson
  • Unnur Björg Ómarsdóttir

Stjórn sjóðsins skipa Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar og prófessor við sálfræðideild, Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert