Tilkynnt var um nokkra einstaklinga að undirbúa svefn utan við verslun í miðbæ Reykjavíkur og var þeim vísað á brott.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Þrír gistu fangageymslu lögreglunnar eftir nóttina þegar dagbókin var skrifuð í morgun.
Einnig var tilkynnt um minniháttar umferðaróhapp í Árbænum.
