Eitt bóluefni verður í boði gegn covid-19 í vetur

Uppfært bóluefni er sagt vera til hjá dreifingaraðila.
Uppfært bóluefni er sagt vera til hjá dreifingaraðila. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt bóluefni verður notað í bólusetningum gegn covid-19 í haust og í vetur samkvæmt upplýsingum sem birtar hafa verið á vef landlæknisembættisins. Bóluefnið sem nota á er uppfærða bóluefnið Comirnaty JN.1 sem er omíkron-bóluefni frá Pfizer/BioNTech. Það var uppfært í júlí sl. gegn þeim undirafbrigðum af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið ráðandi á yfirstandandi ári.

Fram kemur að ákveðið hafi verið að nota Comirnaty-bóluefnið samkvæmt samningum heilbrigðisráðuneytisins og er bóluefnið til hjá dreifingaraðila. Um er að ræða svonefnt mRNA-bóluefni, sem vekur og örvar svar við S-prótíni omíkron-afbrigðis JN.1.

Á vef landlæknis segir að eingöngu sé mælt með bólusetningu áhættuhópa frá fimm ára aldri og forgangshópa með þessu uppfærða bóluefni. Mælist sóttvarnalæknir til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við covid-19-bólusetningar í haust og vetur: allir einstaklingar 60 ára og eldri geta fengið bóluefnið og svo öll börn frá fimm ára aldri og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma. Ef faraldsfræði eða aðstæður gefa tilefni til getur barnshafandi konum, eftir þriðjung meðgöngu, einnig boðist bólusetning svo og heilbrigðisstarfsmönnum sem annast einstaklinga í áhættuhópum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert