Börnum líði ekki betur í prófalausu umhverfi

Kristín Jónsdóttir, kennslukona og dósent við menntavísindasvið, telur mikilvægt að þróa próf í grunnskólum svo þau séu í takt við nútíma skólastarf en óskynsamlegt sé að útiloka þau alveg. Við notumst við próf á öðrum sviðum samfélagsins við góðan árangur. 

Að hennar mati þarf að vinna bug á þeirri hugmynd að börnum líði betur ef þau þurfa aldrei að þreyta próf. 

Kristín ræddi skólakerfið við Hólmfríði Maríu í Dagmálum. Í viðtalinu komu nýjar áherslur í menntakerfinu meðal annars til tals þar sem vellíðan og farsæld barna hafa verið í brennidepli. 

Glíma við gamla hugmynd

Er þetta alveg ósamrýmanlegt próf og farsæld og vellíðan barna?

„Ég held ekki. Ég held að við séum annars vegar að glíma við einhverja mjög gamla hugmynd um að próf þurfi að vera hræðileg og að öllum gangi illa. Sem er löngu úrelt. Við þurfum auðvitað að þróa próf eins og við þróum margt annað í skólakerfinu annars staðar. Svo erum við með á öllum öðrum, eða mjög mörgum sviðum í samfélaginu, alls kyns próf og mat.“

Sem dæmi nefnir Kristín íþróttastarf barna og unglinga.

„Sem við erum öll svo hrifin af. Þar er rosalega mikill samanburður og samkeppni og við fögnum miklum árangri okkar íþróttafólks.“

Þá nefnir Kristín einnig tónlistarnám barna.

„Börn taka alls kyns stigspróf í tónlistarskólum og við erum ofboðslega hamingjusöm með allt okkar flotta tónlistarfólk.“

Þurfa ekki að vera margra klukkustunda löng

Kristín telur ekki að börnum muni líða betur í prófalausu umhverfi. 

„Það hvernig þeim líður veltur auðvitað á mörgum þáttum en þeim gengur ekkert betur í námi ef við prófum aldrei neitt. Ég held að það sé enginn sem vilji það.“

Hún segir mikilvægt að finna milliveg í þessum málum.

„Annars vegar að nota minni próf, alls kyns matstæki til þess að fylgjast með og til þess að meta hver næstu skref eiga að vera í námi hvers barns og að geta lagt fyrir stærri próf á landsvísu. En þau þurfa ekkert að vera margra klukkutíma löng eða eins og einhver hengingaról yfir hvorki nemendum né kennurum.“

Kristín telur ekki að börnum muni líða betur í prófalausu …
Kristín telur ekki að börnum muni líða betur í prófalausu umhverfi. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert