Kartöfluakrar á kafi í Hornafirði

Ekki dugði að rjúfa veg að bráðabirgðabrú yfir Hoffelsá og …
Ekki dugði að rjúfa veg að bráðabirgðabrú yfir Hoffelsá og Laxá á Nesjum í rigningunni um síðustu helgi sem færði ræktarlönd á kaf. Ljósmynd/Sveinn Rúnar Ragnarsson

Talsvert tjón hefur orðið á kartöfluökrum bænda í Hornafirði, en um síðustu helgi rigndi talsvert á þeim slóðum, sem olli miklum vatnavöxtum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist, en Morgunblaðið greindi frá því fyrir fáeinum vikum að flætt hefði yfir ræktarlönd bænda með tilheyrandi tjóni.

Vatn safnast fyrir

Ástæður þessa segir Eiríkur Egilsson bóndi á Seljavöllum vera þær að þegar miklar rigningar ganga yfir hamli framkvæmdir við vega- og brúargerð sem nú standa yfir í Hornafirði því að náttúrulegt útrennsli Hoffellsár og Laxár á Nesjum skili vatninu til sjávar.

Vatn safnist fyrir ofanvert við brúna og færi nærliggjandi akra á kaf.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert