Minnast Violetu í kvöld

Violeta Mitul.
Violeta Mitul.

Boðað hefur verið til minningarathafnar á Vopnafirði í kvöld í tilefni þess að ár er síðan moldóvska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum. 

Þetta kemur fram á vef Austurfréttar.

Þar segir enn fremur að Vopnfirðingar hafi boðað til athafnar við setubekk yst á Hafnarbyggðinni klukkan 18. Þar verði flutt minningarorð og tónlist.

Violeta lést af slysförum í september í fyrra. Hún var 26 ára að aldri og fædd í Moldóvu.

Violeta var leikmaður meistaraflokks Einherja og ein af bestu landsliðskonum Moldóvu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert