„Ennþá að bíða eftir að fá peningana“

Ekki hefur verið hægt að sækja um hlutdeildarlán frá því …
Ekki hefur verið hægt að sækja um hlutdeildarlán frá því í maí. mbl.is/Árni Sæberg

Engin hlutdeildarlán hafa verið afgreidd frá því í vor þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bíður enn eftir að fá meira fjármagn frá ríkissjóði fyrir frekari lánveitingar.

HMS lokaði fyrir umsóknir um hlutdeildarlán í maí þar sem lánsfjárheimildir voru þá fullnýttar. Vonast var til að hægt yrði að opna fyrir úthlutun í júní þegar Alþingi hefði samþykkt auknar lánsfjárheimildir.

Þingið hækkaði heimildina í 23. júní um einn milljarð en fjármunirnir hafa enn ekki borist svo hægt sé að hefja afgreiðslu lána á nýjan leik.

„Við erum ennþá að bíða eftir að fá peningana til okkar til þess að geta opnað aftur,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri HMS. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert