Hvassviðri eða stormur norðanlands

Til að forðast foktjón er fólk er hvatt til að …
Til að forðast foktjón er fólk er hvatt til að tryggja lausamuni utandyra. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir taka gildi á miðhálendinu, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra á milli klukkan 8 og 10 í dag.

Spáð er suðvestan 15 til 23 metrum á sekúndu með vindhviðum staðbundið að 30-35 m/s, hvassast á Ströndum. Til að forðast foktjón er fólk hvatt til að tryggja lausamuni utandyra. Veðrið er varasamt ökutækjum sem verða óstöðug í vindi.

Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er spáð suðvestan hvassviðri eða stormi á norðanverðu landinu í dag.

Sunnan og síðar suðvestan 13-23 m/s verða með morgninum, hvassast norðan til og víða rigning, dálítil væta síðdegis, en léttir til fyrir austan. Dregur úr vindi í kvöld. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast norðaustan til.

Suðvestan 8-15 m/s verða í nótt og á morgun, hvassast norðvestan til. Skúrir en þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Heldur verður svalara.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert