Leita manns sem kennir börnum að beita kylfum og hnífum

Lögreglan í Kópavogi leitar manns sem hefur verið að kenna …
Lögreglan í Kópavogi leitar manns sem hefur verið að kenna börnum að berjast með hnífum og kylfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan í Kópavogi leitar manns sem hefur verið að kenna börnum að berjast með hnífum og kylfum hjá ærslabelgnum við Bókasafn Kópavogs.

Þetta segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Gunnar segir að birst hafi myndband á íbúasíðunni Kársnesið okkar þar sem maður er að sýna börnum hvernig eigi að bera sig að með kylfur og hnífa.

„Við erum að skoða þetta mál og höfum í morgun verið að leita að þessum manni sem við viljum fá til viðtals. Við vitum hver maðurinn er,“ segir Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert