Gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður er um að hafa orðið hjónum í Neskaupstað að bana í lok ágúst hefur verið framlengt til 4. október.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi en þar segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miðar vel. Þar segir einnig að mikil vinna sé fram undan í úrvinnslu gagna sem muni taka tíma.
Maðurinn er grunaður um að hafa orðið hjónunum, sem voru á áttræðisaldri, að bana í Neskaupstað, en hann var síðan handtekinn í Reykjavík.