Alvarleg bilun í Sundhöll Selfoss

Vegna bilunar verður sundlaugasvæði í Sundhöll Selfoss lokað næstu daga.
Vegna bilunar verður sundlaugasvæði í Sundhöll Selfoss lokað næstu daga. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Alvarleg bilun er í klórframleiðslukerfi í Sundhöll Selfoss, að því er segir í tilkynningu sundhallarinnar á Facebook. Þar kemur fram að verið sé að vinna í lausn. 

Vegna bilunarinnar verður sundlaugasvæði í sundhöllinni lokað næstu daga, en áfram verður opið í World class, og hægt verður að nota klefana.

Opnunartími í sundlauginni á Stokkseyri verður lengdur á meðan viðgerð stendur yfir í lauginni á Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert