Gerðardómur staðfestir riftunina

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Kristófer Liljar

Gerðardómur hefur úrskurðað að riftun Kópavogsbæjar á samningi við verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher um byggingu Kársnesskóla hafi verið lögmæt og hefur fyrirtækinu verið gert að greiða rúmar 44 milljónir í málskostnað.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir niðurstöðuna skýra og það endurspeglist í niðurstöðu dómsins hversu alvarlegar vanefndirnar hafi verið.

„Þetta úrræði sem við þurftum því miður að beita var neyðarúrræði og dómurinn staðfestir að þetta var rétt ákvörðun. Það kemur skýrt fram í dómnum að Kópavogsbær hafi ítrekað reynt að ná úrbótum með verktakanum áður en til riftunar kom. Þetta er gríðarlega stór og mikilvægur áfangi fyrir bæinn og næsta skref hjá okkur er að sækja fullar bætur gagnvart verktakanum.“

Hún segir að þetta hafi verið neyðarúrræði sem hafi þurft að beita til þess að tryggja skólabyggingu sem uppfyllti gæðakröfur bæjarins og að skólahald gæti hafist sem fyrst.

Í dag er Kópavogsbær aðalverktakinnn við byggingu skólans og eru undirverktakar að störfum við bygginguna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert