Síðustu ferðirnar í boði á morgun

Viðskiptavinur virðir fyrir sér Reykjavík úr parísarhjólinu í gær.
Viðskiptavinur virðir fyrir sér Reykjavík úr parísarhjólinu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun er síðasta tækifærið til að sjá höfuðborgina og nærsveitir úr parísarhjóli á Miðbakkanum í Reykjavík áður en haustið tekur við. Taylors Funfairs, sem rekur parísarhjólið, ætlar af þessu tilefni að gefa helmingsafslátt af miðaverðinu í dag og á morgun.

Miðaverðið í sumar var 3.000 krónur og verður því 1.500 krónur um helgina. Kane Taylor staðfesti þetta í samtali við blaðið í gær en hann er nokkuð sáttur við aðsóknina í sumar. „Við viljum þakka fyrir okkur og gefa fleirum tækifæri til að fara í hjólið og njóta útsýnisins,“ segir Kane Taylor hjá Taylors Funfairs sem sáu um uppsetningu og rekstur parísarhjólsins.

„Auðvitað hefur fólk oft farið þarna fram hjá í sumar og séð fáa eða enga í hjólinu, en það þýðir þó ekki að nýtingin hafi verið sérlega slæm. Hjólið tekur 140 í einu. Ef það væri alltaf fullt í heilan dag þá væri það drjúgur hluti íslensku þjóðarinnar. En það er aldrei full nýting á þessum hjólum. Segja má að þetta sumar hafi verið tilraun og við erum ánægð með viðtökurnar,“ segir Kane Taylor hjá Taylors Funfairs og bætir því við að fyrirtækið eigi eftir að taka saman selda miða og muni gera það þegar tímabilinu er lokið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert