Styrkja vetrarþjónustu með tónleikum

Þetta voru fjórðu og síðustu tónleikarnir í röðinni. Hljómsveitin Lón, …
Þetta voru fjórðu og síðustu tónleikarnir í röðinni. Hljómsveitin Lón, Una Torfa og Júlí Heiðar komu fram á fyrri tónleikum sumarsins. mbl.is/Þorgeir

Síðustu tónleikarnir í útitónleikaröð Lyst fóru fram við kjöraðstæður í Lystigarðinum á Akureyri fyrr í dag.

Eins og myndir gefa til kynna lék sólin við gesti og tónlistarmanninn KK sem hélt stemmingunni á lofti.

„Þetta heppnaðist mjög vel og ég held að allir hafi farið glaðari heim en þegar þeir mættu,“ segir Reynir Grétarsson sem rekur, veitinga-, viðburða- og kaffihúsið, Lyst í Lystigarðinum.

Ágóðinn í vetraþjónustu

Þetta voru fjórðu og síðustu tónleikarnir í röðinni. Hljómsveitin Lón, Una Torfa og Júlí Heiðar komu fram á fyrri tónleikum sumarsins.

mbl.is/Þorgeir

Reynir er skipuleggjandi tónleikaraðarinnar og segir allan ágóða af miðasölunni renna til garðsins og verði til þess að efla hann frekar á veturna:

„Ég eyrnamerki styrkinn smá sem vetrarþjónustu,“ segir Reynir og að hann sjái fyrir sér fjölda tækifæra sem felast í því að styrkja við starfsemi Lystigarðsins á veturna.

mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert