Aðgerðum viðbragðsaðila við afleggjarann við Heiðmörk er lokið eftir árekstur á milli fólksbifreiðar og rútu fyrr í dag.
Þetta staðfestir Guðjón Ingvarsson, vaktstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Hann segir þrjá hafa verið flutta á sjúkrahús eftir áreksturinn með minniháttar áverka.
Búið er að opna Suðurlandsveg við Heiðmerkurveg/Rauðhóla samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Loka þurfti veginum fyrr í dag vegna árekstursins.