Framkvæmdir við endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey hafa staðið yfir í sumar. Á þeim að ljúka áður en súlan verður tendruð, þann 9. október næstkomandi, á afmælisdegi tónlistarmannsins Johns Lennons.
Í minnisblaði um framkvæmdina, sem kynnt var í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, kemur fram að alllengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í endurbætur á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey.
Verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar endurbætur og uppfærslur á tæknibúnaði og hins vegar lagfæringar á „óskabrunni“ sem ljóssúlan rís upp úr. Þá þarf að laga pall umhverfis brunninn, sem þakinn er þrenns konar íslensku grjóti.
Umfjöllunina má finna í heild sinni í Morgunblaðinu í gær, laugardag.