Nokkuð annasamt var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld við að sinna útköllum vegna misskilnings.
Bjarni Ingimarsson varðstjóri segir slökkviliðið í tvígang hafa verið kallað út á sjó í kvöld þar sem í ljós kom að ekki var þörf á aðstoð þeirra.
Í fyrra skiptið hafi útkallið verið úr Viðey þar sem neyðarsendir í sæþotu fór í gang en er viðbragðsaðilar komu á vettvang kom í ljós að enginn var á þotunni.
Hafði viðkomandi skilið bilaða þotuna eftir og fengið far með annarri sæþotu í land en neyðarsendirinn sendi boð út fyrir slysni.
Þá hafi önnur tilkynning borist um mannlausan bát sem væri að reka frá landi en í ljós kom að einnig væri um misskilning að ræða. Einhver hafi verið um borð í bátnum og hann ekki að reka.