Ráðist á ferðamann og hann rændur

Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu hafði eins og venjulega í nógu að …
Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu hafði eins og venjulega í nógu að snúast í gærkvöld og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðist var á erlendan ferðamann fyrir utan hótel í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og hann rændur. Aðili var handtekinn skömmu síðar þar sem hann viðurkenndi verknaðinn og komust verðmætin aftur í réttar hendur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt.

Aðili handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa verið til vandræða við lögreglustöðina við Hverfisgötu. Ítrekað hafði verið reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið en án árangurs og var hann því handtekinn.

Aðili handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var með hníf. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekinn af honum og í framhaldi sleppt. Þá var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.

Tilkynnt var um mann í mjög annarlegu ástandi í hverfi 221 í Hafnarfirði. Maðurinn var ósjálfbjarga sökum ölvunar og gati ekki vísað lögreglu á heimili sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert