Appelsínugul viðvörun tekur gildi í dag

Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra …
Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra í dag.

Hún tekur síðan gildi á Austurlandi að Glettingi á morgun. 

Gul viðvörun er núna í gildi á Norðurlandi eystra, miðhálendinu, Ströndum og Norðurlandi vestra.

Í dag kólnar í veðri og má búast við slyddu eða snjókomu á fjallvegum norðan til á landinu, að því er kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Bjart með köflum sunnan heiða

Í dag er spáð norðan 8 til 15 metrum á sekúndu og rigningu á Norður- og Austurlandi og slyddu eða snjókomu til fjalla, en bjart verður með köflum sunnan heiða. Hvessir í kvöld og bætir í úrkomu fyrir norðan. Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig, hlýjast syðst.

Norðan og norðvestan 10-18 m/s verða á morgun, en snarpir vindstrengir verða við fjöll sunnan til. Talsverð rigning eða slydda verður á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað með köflum. Dregur úr vindi vestanlands og úrkomu á Norðvesturlandi um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert