Ekki fleiri skjálftar frá upphafi mælinga

Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir …
Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir hafa að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hafa 96 skjálftar mælst í eldstöðvakerfi Ljósufjalla það sem af er ári.

Eru þetta fleiri skjálftar en áður hafa mælst á heilu ári frá því mælingar hófust, en þær ná aftur til ársins 2009. Bera fór skyndilega á skjálftunum árið 2021, eins og Morgunblaðið og mbl.is hafa ítarlega fjallað um.

Að mestu bundnir við afmarkað svæði

Ljósufjallakerfið teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði og dregur nafn sitt af fjallgarðinum á Snæfellsnesi.

Skjálftarnir hafa þó að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert