Flugvél festist í snúningi á Keflavíkurflugvelli

Vöruflutningavélin er á vegum flugfélagsins Silkway eins og sést á …
Vöruflutningavélin er á vegum flugfélagsins Silkway eins og sést á þessari mynd sem mbl.is fékk senda. Ljósmynd/Aðsend

Vöruflutningavél festist á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag og þurfti að notast við dráttartaug til að draga hana lausa.

„Hún var á leið í flugtak og fór út að brautarenda. Þar ætlar hún að snúa við og festist einhvern veginn í snúningnum á endanum á brautinni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is

Skilst honum að ekki hafi orðið neitt tjón á vélinni sem fór í loftið fyrir tæpum klukkutíma síðan.

Tvær vélar þurftu að lenda í Reykjavík

Guðjín segir að áhrifin vegna tafarinnar hafi verið lítil.

„Það voru tvær einkavélar sem ætluðu að koma inn til Keflavíkur sem fóru til Reykjavíkur. Það voru engin fleiri áhrif heldur en það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert