Tveir lögreglubílar voru sendir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja vegna hópslagsmála um hádegisbil.
Þetta staðfestir Þórir Þorsteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is þá voru sjö þátttakendur í slagsmálunum.
„Það var tilkynnt um einhverjar ryskingar á milli einhverra aðila. Ekkert meira hef ég í höndum,“ segir Þórir og bætir því við að þetta sé nýastaðið og ekki sé komin almennileg mynd á málið að svo stöddu.
Hermann Borgar Jakobsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, staðfestir í samtali við mbl.is að lögreglan hafi einnig verið kölluð til til þess að stöðva hópslagsmál á nýnemakvöldi nemendafélagsins fyrir um þremur vikum.