Stefndi skólanum vegna vinnuumhverfis

Maðurinn, sem var smíða- og myndmenntakennari, hafði starfað við skólann …
Maðurinn, sem var smíða- og myndmenntakennari, hafði starfað við skólann árin 1989-2005 og glímdi við asma.

Starfsmaður við Laugarnesskóla stefndi skólanum eftir starfslok sín vegna veikinda sem hann taldi mega rekja til viðveru í skólanum. Maðurinn vann málið í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2012 en tapaði fyrir Hæstarétti árið 2013. 

Dómsmálið er athyglisvert fyrir þær sakir að tugir kennara hafa hætt í skólanum eða eru í veikindaleyfi eftir að hafa starfað í húsnæði hans. Þeir telja að loftgæði í húsnæðinu séu orsök veikinda þeirra. 

Maðurinn, sem var smíða- og myndmenntakennari, hafði starfað við skólann árin 1989-2005 og glímdi við asma.

Taldi hann bágbornar vinnuaðstæður vegna slælegs húsnæðis hafa haft það í för með sér að hann varð í sífellu veikur eftir að hafa dvalið í húsnæði skólans.

Dvaldi hann meðal annars ítrekað á lungnadeild Landspítala af þeim sökum, að því er fram kemur í gögnum málsins.

Heilsan batnaði 

Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Vinnueftirlitið taldi að þessi hluti húsnæðisins væri kominn til ára sinna. Þá vottaði samkennari mannsins fyrir dómi að fúkkalykt hefði verið í kennslustofunni.

Maðurinn gaf heilsufarslegar ástæður fyrir uppsögninni árið 2005. Vottuðu læknar að heilsufar mannsins hefði batnað eftir að hann hætti störfum í skólanum.

Taka ber fram að smíðakennsla fer ekki lengur fram í stofunni þar sem maðurinn kenndi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert