Á morgun verður 155. löggjafarþing Alþingis sett en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heldur stefnuræðu sína á miðvikudagskvöld. Þá verður fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025 kynnt og fyrsta umræða um það fer fram á fimmtudag. Morgunblaðið ræddi við þingflokksformenn allra flokka og er samstaða um að efnahagsmálin og að ná niður verðbólgu og vöxtum séu brýnasta verkefnið á komandi þingvetri.
Þingflokksformenn stjórnarflokkanna segja enga ákvörðun hafa verið tekna um að flýta kosningum fram á vor, þótt þeir hafi ekki verið mjög afgerandi í svörum sínum um það hvenær yrði kosið.
Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ekki viss um að átökin verði meiri á milli stjórnar og stjórnarandstöðu en á milli sjálfra stjórnarflokkanna.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.