Vindhviður, sandfok og hálkublettir í kortunum

Vindaspáin á landinu kl. 12 á morgun.
Vindaspáin á landinu kl. 12 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Reikna má með snörpum vindhviðum allt að 35 m/s á Kjalarnesi upp úr hádegi á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni en þar segir sömuleiðis að hvessa taki suðaustanlands í kvöld og sviptivindar standa fram af Vatnajökli í nótt og fyrramálið þvert á veginn, allt austur fyrir Höfn.

Búast má við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi á morgun.
Búast má við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi á morgun. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Á Skeiðarársandi við Gígjukvísl má reikna með sandfoki í fyrramálið.

Á vef Vegagerðarinnar umferdin.is má sömuleiðis sjá að þessa stundina er varað við hálkublettum á nokkrum stöðum á Norður og Austurlandi, meðal annars á Möðrudalsörævum og Þverárfjalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert