Hermann Nökkvi Gunnarsson
Börnum á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavíkurborg fjölgar á milli ára. Heildarfjöldi 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskólaplássi í borgarreknum leikskólum er 661 en á sama tíma í fyrra voru 658 börn á biðlista.
Þetta kemur fram í svari meirihluta skóla- og frístundaráðs við fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
„Rétt er að geta þess að af þeim eru 58 börn á biðlistanum sem hafa fengið boð um vistun en boðinu verið hafnað. Helsta ástæða þess að boði er hafnað er að foreldrar hafa kosið að börnin séu áfram á biðlista eftir plássi á þann leikskóla sem foreldrar kjósa helst,“ segir í svari skóla- og frístundaráðs.
Þá kemur fram að þau börn sem fara á sjálfstætt starfandi leikskóla detta ekki af biðlistum eftir borgarreknum leikskóla fyrr en þau hefja vistun. Þá liggur ekki fyrir hversu mörg börn með virka umsókn hafa fengið boð í sjálfstætt starfandi leikskóla en hafa enn ekki hafið vistun.
Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.