Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem hafði verið eftirlýstur í tengslum við rannsókn embættisins á ráni og líkamsárás.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum hennar frá því klukkan 17 í gær.
Þá hafði lögregla afskipti af tveimur mönnum í miðborginni, en um tvö aðskilin mál var að ræða. Annar var með járnstöng og meint þýfi en hinn með almenn leiðindi og óvelkominn á því öldurhúsi sem hann var staddur.
Lögreglan á lögreglustöð 1 handtók mann fyrir húsbrot og fleira, að því er segir í dagbókinni. Var hann vistaður í fangageymslu.
Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ sinnti útkalli í tengslum við hótanir og skemmdarverk. Málið er í rannsókn og liggja nokkrir undir grun. Nánari skýringar eru ekki dagbókinni.