Hvít jörð og krapi á vegum

Frá Hlíðarfjalli í morgun.
Frá Hlíðarfjalli í morgun. mbl.is/Þorgeir

Hvít jörð og krapi á vegum blasti víða við íbúum á Norður- og Norðausturlandi í morgun.

Veðurstofa Íslands spáir slyddu eða snjókomu norðan til á landinu í dag. Þá er varað við aukinni skriðu- og grjóthrunshættu á norðanverðu landinu vegna mikillar úrkomu næstu tvo sólarhringa.

Er skriðuhættan talin bundin við neðri hluta hlíða á Tröllaskaga og Flateyjarskaga.

Gular viðvaranir vegna veðurs eru víða í gildi og verða að óbreyttu fram eftir degi og jafnvel fram yfir miðnætti á Suðausturlandi.

mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert