Dregið var í happdrætti Háskóla Íslands í kvöld og unnu þar þrír heppnir miðaeigendur sjö milljónir króna hver.
Milljónaveltan gekk hins vegar ekki út í þetta sinn og því verður potturinn 50 skattfrjálsar milljónir í október.
Í tilkynningu frá happdrættinu kemur fram að fimm aðrir miðaeigendur hafi hlotið eina milljón króna hver eftir dráttinn í kvöld.
Þá voru alls greiddar út rúmlega 153 milljónir króna í vinninga til 3.894 miðaeigenda.