Maðurinn í Fossvogsdal ófundinn

Lögreglan leitar enn mannsins sem var elta börn eftir skólatíma …
Lögreglan leitar enn mannsins sem var elta börn eftir skólatíma í Fossvogsdal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft upp á manninum sem henni bárust ábendingar um fyrir helgina að væri að elta börn eftir skólatíma í Fossvogsdal.

Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að lögreglunni hafi ekki borist fleiri tilkynningar um manninn. 

„Við höfum verið með eftirlit á þessu svæði eftir að okkur bárust þessar ábendingar en við höfum enn sem komið er ekki haft upp á manninum. Við munum halda áfram að vakta þetta mál,“ segir Ásmundur.

Í bréfi skólastjóra Fossvogsskóla til foreldra og forráðamanna í Fossvogsskóla fyrir helgina sagði að borist hafi ábendingar um að í Fossvogsdal hafi maður verið að elta börn eftir skólatíma. Hann hafi verið við bláa hoppubelginn, Fossvogsskólann og Víkina.

Lýsingin á manninum hljóðar á þann veg að hann sé snoðklipptur, reyki og tali ekki íslensku og sé oft á gulu og svörtu hlaupahjóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert